Umsagnir viðskiptavina
Ein af mínum uppáhalds ákvörðunum í lífinu í dag er að hafa farið á námskeiðið LEIÐARVÍSIR AÐ SJÁLFINU. Magnað ferðalag í alla staði. Mig vantaði verkfæri til að slökkva á sjálfstýringu, njóta lífsins og standa með sjálfri mér. Ég fékk ekki bara nokkur verkfæri á námskeiðinu heldur heilan verkfæraskáp. Þvílíkt ferðalag sem við höfum farið í undir leiðsögn Söru. Hún er yndislegur leiðbeinandi og á einhvern töfrandi hátt leiðir hún mann áfram til að takast á við ólíkar áskoranir. Sara er frábær í sínu fagi, framúrskarandi leiðtogi, einlæg, hreinskilinn, ákveðin og lausnamiðuð.
Námskeiðið kom svo skemmtileg á óvart, bæði ferðalagið og hvernig hún byggir það upp. Einhver mögnuð orka að vera í hóp þar sem ríkir fullt traust og allir tilbúnir til að opna sig. Úr ferðalaginu tek ég með mér meiri lífsgleði, sjálfstraust, betri samskipti, orkustjórnun og engin sjálfstýring lengur. Þetta námskeið er töfrum líkast ef þú er tilbúin í sjálfskoðun.
- Linda Björk Jónsdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri Löður
Í haust tók ég stórt skref og skráði mig á námskeið hjá Söru. Ég fann að ég átti eitthvað inni. Heill ársfjórðungur undir faglegri leiðsögn Söru hefur verið ótrúleg upplifun. Í byrjun vorum við öll berskjölduð og það er alls ekki auðvelt. Námskeiðið er krefjandi en gefandi. Sara er svo opin og yndisleg en á sama tíma ýtir hún á okkur öll og gefur ekkert eftir. Ég hlakka til hvers tíma. Ég á enn nokkra tíma eftir en í dag á ég mikið auðveldara með að horfa inn á við og takast á við daglegar áskoranir. Stend uppi sem hugrakkari, sterkari, orkumeiri, glaðari og jákvæðari manneskja. Lögð af stað í rétta átt.
- Dóra B. Axelsdóttir forstöðumaður einkabankaþjónustu Kviku banki
Ég stóð frammi fyrir krefjandi breytingum og var svo lánsamur að rata til Söru.
Persónutöfrar hennar og frumleg aðferðafræði var nákvæmlega það sem ég þurfti. Hún umvefur okkur með verndandi orku og vinalegri nærveru, sem skapar strax djúpt traust sem er lykilinn að því að vinnan skilaði fljótt árangri. Sara kom mér jafnframt strax fyrir sjónir sem boðberi nýrra tíma í stjórnendamarkþjálfun.
Sara er mjög klók í að miðla frumlegum og hagnýtum aðferðum sem gagnast gegn hinum ýmsu áskorunum sem ég hef staðið frammi fyrir sem stjórnandi. Það höfðaði sérstaklega til mín hvað Sara hugsar og vinnur hratt sem tryggði gott flæði. Söru tekst á einstakan hátt að vera í senn virkilega hlý en um leið grjóthörð í að koma manni upp úr hjólförunum. Sara er með náðargáfu í mennskunni á kalíber sem ég hef sjaldan upplifað á minni vegferð.
- Þórður Illugi, framkvæmdastjóri Reykjafells
Mæli 1000% fyrir fólk sem er á einhverjum krossgötum og hefur mögulega farið milljón sinnum til sálfræðings en aldrei fengið neitt sérstakt út úr því nema að “spjalla” sem er alveg gott.
Að kafa ofan í æskuna, sjá hvernig maður mótast og hún hefur áhrif á mann á fullorðinsárunum, gefur ótrúlega skýra mynd af hverju maður er eins og maður er. Og hefur festst í einhverju hegðunarmynstrum í gegnum árin. Hjá sálfræðingi skoðar skoðar maður ákveðin atvik eða atburði. Að setja þetta saman í heildarmynd er allt annað, gefur mun skýrari mynd af því hvernig hlutirnir eru og af hverju maður er eins og maður er.
- Sigurbjörg Magnúsdóttir, mannauðsstjóri Travel Connect
Það eru alls konar brekkur í lífinu, flestar greiðfærar en sumar eru brattari en aðrar. Ég leitaði til Söru með nokkur mál sem ég þurfti klárlega að vinna í. Ég hef prófað alls konar ráðgjöf, markþjálfun, stjórnunarnámskeið og meira til í persónulega og faglega lífi. Sara nálgast mann með ólíkum aðferðum: markþjálfun, rökhugsun, ráðgjöf, hugleiðslu, jóga fræðum, tekur á kvíða og margt fleira. Setur það saman í einn alveg einstakan pakka og vinnur með manni að því sem kemur upp hverju sinni. Ég hef lært gríðarlega mikið hjá henni á síðustu sex mánuðum og tel að það sé öllum hollt að taka smá naflaskoðun.
– Hannes Steindórsson, löggiltur fasteignasali
Ég mæli þúsundfalt með markþjálfun & ráðgjöf hjá Söru. Tímarnir hjá henni eru skilvirkir, kröftugir, heiðarlegir, persónulegir & umvefjandi. Hún var óhrædd við að spyrja mig krefjandi spurninga sem fengu mig til að komast nær því sem mig raunverulega dreymir um að skapa & gera. Ég er í skýjunum yfir árangrinum & skýrleikanum sem ég öðlaðist á aðeins nokkrum tímum & hlakka til að fara aftur.
– Tinna Sverrisdóttir, stofnandi og eigandi Andagift
Þegar rafmagnið bilar þá hringir maður í rafvirkja, pípara ef vaskurinn er bilaður og alltaf fer maður með bílinn í skoðun eða smurningu á réttum tíma. Alltaf er til fólki sem vill hjálpa manni með hitt og þetta í lífinu. En svo kemur að sjálfum manni. Já, nei nei, ég er svo stór og sterkur að ég þarf ekkert að láta skoða mig sjálfan var lengi viðhorfið.
Fyrir nokkrum árum tók ég því upp á því að fara með sjálfan mig í heilsutékk á sama tíma og bíllinn fer í sína föstu þjónustuskoðun. Ítrekað fann læknirinn ekkert að mér en mér leið samt ekkert endilega vel í eigin skinni. Ég sendi því Söru skilaboð og fékk hana til að hjálpa mér að taka til í mínu lífi, forgangsraða lífinu og setja það sem skiptir máli í fyrsta sætið. Sara er snillingur að hjálpa manni að sjá lífið út frá öðru sjónarhorni, hún er eldklár, úrræðagóð og skemmtileg sem skemmir ekki fyrir. Sara var ekki lengi að koma mér á beinu brautina og í dag er andleg líðan allt önnur en hún var. Takk Sara!
– Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri og eigandi Fisherman
To have the possibility to meet Sara weekly and reflect on my life and what really matters is a game changer.
Sara is an amazing listener with deep intuition. She asks the right question at the right time... and when she speaks... it resonates.
I am grateful she is my coach.
– Tobias Klose, eigandi Dive.is
Ég hef nýtt mér þjónustu Söru Odds markþjálfa & ráðgjafa í nokkurn tíma. Sara er einstaklega hæf í sínu starfi og hefur þjónusta hennar reynst mér vel í bæði einkalífi og starfi. Nálgun Söru er fjölbreytt, skapandi og markviss.
Ég hef öðlast betri yfirsýn á flókin og umfangsmikil verkefni sem fylgja mínu starfi. Sara er frábær markþjálfi, árangursmiðuð, skipulögð og fagleg. Með hjálp Söru hefur mér tekist að fá skýrari mynd á gildi mín og markmið og það sem skiptir mig mestu máli í lífinu.
– Ragnar Agnarsson, stjórnarformaður og eigandi Sagafilm
Ég hef verið hjá Söru Odds í markþjálfun og ráðgjöf í yfir tvö ár. Þetta hafa verið virkilega skemmtilegir og gefandi tímar. Við höfum farið í gegnum mörg ólík verkefni sem snúa bæði að persónulega og faglega lífinu. Ég hef öðlast betri sjálfsþekkingu og í kjölfarið tekið betri ákvarðanir. Ég get svo sannarlega mælt með henni. Sara er ekki bara öflugur og árangursríkur markþjálfi heldur líka frábær einstaklingur í alla staði.
– Halldór H. Jónsson, fjárfestir
Ég hafði í fleiri mánuði verið að leita mér að leiðsögn eftir áfall og vildi fara vinna í sjálfri mér. Eftir að hafa rekist á viðtal við Söru var starfstitill hennar það fyrsta sem greip mig; Love warrior - hver vill ekki hitta stríðsmann ástarinnar. Sara gerði sér fljótt grein fyrir minni stöðu og leiddi mig faglega í gegnum sína leiðsögn. Sara býr yfir áralangri reynslu að takast á við áföll og fjölskyldusjúkdómum ásamt því að vera lögfræðingur og hafa þannig góða yfirsýn yfir lifið sem gerir hana að góðum andlegum leiðbeinanda. Sara leiðbeindi mér með þau verkefni sem var nauðsynlegt að fara í og hóf ég þá vinnu strax á mínum hraða.
Ég varð strax vör við það að þarna væri á ferðinni manneskja sem vissi sínu viti, ég fann fyrir miklu öryggi með henni og er ótrúlega þakklát að leiðir okkar lágu saman. Hún er ekki einungis til staðar, heldur tekur þessi aukaskref sem lýsir henni fullkomlega, hlý og ástkær manneskja.
– Hjördis Ósk
Með aldrinum nær maður auknum þroska og fer að meta lífið út frá fleiri hliðum en áður. Maður áttar sig á þeim lífsgæðum sem felast í bænum og íhugun; slökun og hugleiðslu og því að ná sáttum við sjálfan sig, vinna að góðri heilsu með því að komast í gott líkamlegt form og sinna andlegu hliðinni. Forgangsraða rétt og vera til staðar í núinu. Ég hef unnið rækilega í þessum hlutum undanfarin misseri og notið þess að vera hjá Söru.
Ég get ekki mælt nógsamlega með því að taka þátt í slíkri vinnu, sem er sambland af sjálfskoðun, skemmtilegum pælingum um lífið og tilveruna og leiðbeiningum og ráðgjöf sem nýtast manni í leik og starfi. Sara gefur manni ekkert eftir — setur fyrir og fylgir eftir og veganestið úr samtölum við hana nýtist manni vel í krefjandi verkefnum. Þetta er andleg einkaþjálfun (fyrir hausinn og sálina), nokkuð sem margir gleyma að huga að fyrr en allt er komið í óefni, og hefur gert mjög mikið fyrir mig
– Björn Ingi Hrafnsson
Þegar ég kom fyrst til Söru tók hún svo vel á móti mér, með hlýja nærveru, jákvæða og góða orku. Ég átti strax auðvelt með að opna mig við hana og leið vel. Hún hefur hjálpað mér mjög mikið að sjá hlutina í nýju ljósi og opnað hug minn á jákvæðan hátt. Hún benti mér á ýmislegt sem hefur gagnast mér mikið hingað til og mun vafalaust halda áfram að gera það út lífið. Er alveg óendanlega þakklát að hafa komist í kynni við Söru og mun ævinlega vera henni þakklát fyrir þau góðu ráð sem hún hefur gefið mér. Mæli eindregið með henni, hún er engill sem mun geta hjalpað þér með lífið og tilveruna.
– Þórdís Ósk K. Sandholt
Ég mæli innilega með markþjálfun og ráðgjöf hjá Söru Odds. Ég hef verið hjá henni tæpt ár núna og eru tímarnir hjá henni skilvirkir og kröftugir, ég öðlast betri fókus og næ að forgangsraða betur. Ég kom til Söru þegar ég var að takast á við flókin og krefjandi verkefni, þar sem ég þurfti að taka krefjandi faglegar ákvarðanir og fá betri mynd á hvar ég ætlaði að setja fókusinn fyrir komandi framtíð. Þessir tímar hafa reynst mér virkilega mikilvægir og hjápað mér mikið að ná þeim skýrleika sem ég þurfti til að taka réttar ákvarðanir til að leiða mig á rétta braut. Er ég ævinlega þakklát fyrir þá faglegu handleiðslu og vinnubrögð sem ég fékk frá Söru. Og er ég viss um að hennar bakgrunnur og reynsla hafi nýst mér sérstaklega vel.
- Sunna Ólafsdóttir Wallevik, framkvæmdastjóri Gerosion