top of page

Móðir, systir, meyja.

fös., 08. sep.

|

Sveitasetrið Brú

Móðir, systir, meyja er 3ja daga retreat fyrir konuna sem vill endurheimta gleðina og frelsið sem býr innra með henni. Fyrir konuna sem vill setja skýr mörk án þess að fá sektarkennd, vera í mildi og kærleika án þess að gefa afslátt af sér og sínum þörfum.

Registration is closed
See other events
Móðir, systir, meyja.
Móðir, systir, meyja.

Hvar og hvenær

08. sep. 2023, 12:00 – 10. sep. 2023, 14:00

Sveitasetrið Brú, Efri-Brú, Brúarholt, 805, Iceland

Um viðburðinn

Móðir, systir meyja er fyrir konuna sem vill vekja upp gyðjuna sem býr innra með henni og mæta haustinu í jafnvægi, mildi og skýrleika.

Haustið er tíminn sem rútínan tekur við og allt þarf að falla í skorður. 

Þó við konur fögnum rútínunni þá fylgir henni oft kvíði og streita, því verkefnin eru mörg og listinn langur. 

Konan sinnir þar mörgum ólíkum hlutverkum en týnir oft sjálfri sér í þörfum annarra og streitu hversdagsins.

Móðir, systir, meyja er 3ja daga retreat í yndislegu umhverfi Sveitasetursins Brú, ca. 50 mín út fyrir Rvk.

Við ætlum að skoða ólík hlutverk konunnar, stíga inn í mildi kvennorkunnar og kveikja eldinn sem hún býr yfir. Sjá hvað heldur aftur af henni og af hverju. Finna leikinn, gleðina og sakleysið sem hún týndi. Skerpa á skýrleika hennar, mörkum og setja skýran ásetning um hvernig hún ætlar að mæta sér og sínu fólki.

Innifalið: Gisting í tvær nætur á Sveitasetrinu Brú. Himneskur morgun, hádegis, kaffi og kvöldmatur töfraður fram af mikilli ást og gerður úr úrvals hráefni af meistara kokkum setursins. Brú leggur sérstaka áherslu á að skapa vinalegt og kærleiksríkt umhverfi.

MÓÐIR, SYSTIR, MEYJA ER FYRIR:

Fyrir KONUNA sem er komin með leið á að vera stressuð, pirruð og leiðinleg mamma. 

Fyrir SYSTUR mína sem þráir að finna jafnvægi á milli ólíkra hlutverka konunnar án þess að týna sjálfri sér í einhverju þeirra.

Fyrir KONUNA sem þráir að finna innri kyrrð fyrir komandi hausti.

Fyrir GYÐJUNA sem vill standa með sér og setja skýr mörk en gera það í í mildi og kærleika.

VIÐ ÆTLUM AÐ SKOÐA:

Hvernig get ég verið sú sem heldur öllu gangandi, passað að allt fari á sinn stað, að allir mæti á réttum tíma, með allt sem allir þurfa, án þess að vera tuðandi og pirruð mamma?

Hvernig get ég verið frjáls undan samanburði þegar samfélagið segir mér að allir geri meira eða betur en ég.

Hvernig á ég að finna gyðjuna innra með mér, þegar ég hef enga orku né tíma til að sinna sjálfri mér?

Hvernig get ég sett skýr mörk, staðið með mér án þess að fá sektarkennd eða upplifað mig leiðinlega?

Hvernig get ég fundið sakleysi mitt, gleði og leik, þegar öll mín orka fer í að sinna 3ju vaktinni?

Fyrir duglegu konuna sem hugsar um alla aðra en gleymir að hugsa um sig.

Fyrir gyðjuna sem er gleymdi að mildi og kærleikur er hennar mesti styrkur.

Fyrir valkyrjuna sem stendur með sér án þess að fá sektarkennd.

Fyrir meyjuna sem gleymdi hversu þokkafull dís hún er.

Fyrir stelpuna sem man ekki hvernig á að hlægja og leika sér.

Fyrir systur mína sem vill muna hversu máttug hún er.

Í BOÐI ER

  • Móðir, systir, meyja

    From 120.000 ISK to 130.000 ISK
    Sale ended
    • 130.000 ISK
    • 120.000 ISK

    Total

    0 ISK

    Deila áfram

    bottom of page